Monday, 23 November 2020
Jólaundirbúningurinn hefst snemma í ár: Þrjár tegundir af síld með öllu tilheyrandi
Sunday, 15 November 2020
Þunnt skorinn, vel marineraður og snögg-grillaður lambahryggur með kryddjurtasósu og grísku salati
Það var svo ljúft veður liðna helgi að ég fékk þá flugu í höfuðið að grilla. Sumir vetrardagar bara kalla á að maður kyndi upp í grillinu - og eldi kvöldverð undir berum himni. En þegar á hólminn var svo komið sendi ég karl föður minn út með kjötið. En hann þurfti ekki að standa lengi við grillið þar sem ég hafði látið skera lambahrygginn í mjög þunnar sneiðar - svo þær væru eldsnöggt á grillinu.
Ég hef ætlað að gera þetta um nokkuð skeið - en ekki látið verða af því fyrr en nú. Íslenskar kótilettur, lambakonfekt, er gjarnan skorið aðeins þykkara. Ég fékk svona þunnt skornar lambakótilettur þegar ég var í heimsókn hjá Ramon Bilbao í Rioja haustið 2018. Hugmyndin á bak við þessar þunnt skornu kótilettur er að maður nái lambafitunni stökkri og ljúffengri án þess að ofelda sjálft kjötið.
Þunnt skorinn, vel marineraður og snögg-grillaður lambahryggur með kryddjurtasósu og grísku salati
Sunday, 8 November 2020
Blóðmör (blóðbúðingur) með sænsku, jafnvel ensku, sniði með tvennskonar mús
Blóðmör eða blóðbúðingur verður seint kallaður fallegasti matur sem um getur. Og fólk skiptist gjarnan í tvo hópa - þeir sem borða blóðmör, og svo hinir sem gera það alls ekki. Það tók mig nokkuð langan tíma að læra að kunna meta blóðmör. Mér þótti til dæmis ekki blóðmör góður fyrr en ég fór að steikja hann og bera hann fram með rifsberjasultu eða sætu sinnepi. Svo kynntist ég bæði sænskri og enskri útgáfu og þær geta verið mjög ljúffengar. Sérstaklega bresku blóðpylsurnar sem fylgja með "Full english breakfast"
Blóðmör (blóðbúðingur) með sænsku, jafnvel ensku, sniði með tvennskonar mús
Hráefnalisti
Hrærið vandlega með sleif eða sleikju.
Þessi búðingur var frábær tilraun. Ég hef aldrei reynt að gera minn eigin blóðmör. Eftir á að hyggja hefði ég átt að nota aðeins meiri fitu og aðeins færri negulnagla. Líklega hefði ég átt að sjóða byggið áður. En maður lifir og lærir.