Ég smakkaði Sesarssalat fyrir fyrir um fimm árum síðan. Ég pantaði mér það þegar ég var úti að borða á Grand hóteli í Lundi. Og það var, eins og flestir vita, ljúffengt. Það var stórgert, með stórum munnbitum af romaine-salati, kjúklinga- bitum, hlunkum af parmaosti og ljúffengri þungri sósu. Og síðan þá hefur þetta salat verið í sérstöku uppáhaldi!
Ég birti þessa uppskrift í fyrstu bókinni minni - Tími til að njóta - sem kom út fyrir tveimur árum síðan. Hvet ykkur eindregið til að prófa þetta salat þar sem það er sérstaklega einfalt og ljúffengt. Sérstaklega ef maður gerir dressinguna frá grunni!
Ekta keisarasalat - eldsnögg veislumáltíð
Ég gerði þessa uppskrift seinast á fimmtudaginn þar sem ég átti talsvert af kjúklingi afgangs frá því kvöldinu áður. Nýtni er dyggð!
Fyrir salatið
Einn haus romaine-salat
150 g beikon
2 kjúklingabringur
2 stórar sneiðar af góðu brauði
100 g parmaostur
2 meðalstórir tómatar
hvítlauksolía
Fyrir dressinguna
3 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
2 flök ansjósur
1 hvítlauksrif safi úr
1/2 sítrónu
salt og pipar
1 msk vatn
20 g raspaður parmaostur
Salatið
1. Saltið og piprið kjúklingabringurnar og steikið á pönnu. Þegar þær hafa tekið lit setjið þið þær í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn. Bakið þangað til kjarnhiti er 82 gráður. Látið kólna.
2. Skerið brauðið í teninga og steikið upp úr hvítlauksolíu þangað til þeir eru gullinbrúnir og stökkir.
3. Steikið beikonið og skerið í bita.
4. Rífið salatið í bita, hlutið tómatana niður og raðið í skálar.
5. Skerið kjúklingabringurnar niður í 3-4 ríflega bita og leggið ofan á salatið.
6. Raðið beikoni, brauðteningum og að lokum parmaostinum. 7. Toppið ríkulega með dressingunni.
Dressingin
1. Setjið ansjósurnar og hvítlaukinn í mortél og merjið saman. 2. Blandið saman í skál majónesinu, sýrða rjómanum,
sítrónusafanum og vatninu.
3. Bætið ansjósu- og hvítlauksmaukinu við ásamt salti og pipar og röspuðum parmaostinum. Blandið vel.
No comments:
Post a Comment