Og ég er auðvitað kjötæta par excellance og hef verið alla tíð - það ætti að vera öllum lesendum heimasíðunnar minnar morgunljóst. Hérna úir og grúir af kjötuppskriftum af öllu tagi - hægt er grúfla í þeim hérna. Í bókunum mínum - Tími til að njóta og Veislan endalausa var enginn sérstakur kafli fyrir grænmetisrétti en ég var þó með kafla um meðlæti í báðum bókum þar sem grænmeti var í fyrirrúmi.
En núer kominn tími til að prófa að leyfa grænmetinu að vera í hásæti - í einn mánuð! Hugmyndin er ekki neinn kúr, heldur bara til að storka sjálfum sér. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega fyrir grænmetisrétti (mér finnst þeir ekkert vondir - kjöt hefur alltaf fengið að vera aðal!). Ég held þannig muni ég læra eitthvað nýtt í eldhúsinu - ný brögð og nýjar aðferðir! Hver veit?
Flatbökuveisla annan janúar! Grænmetis- og ostapizzur ráða ríkjum!
Einhver mun segja að þetta sé auðveld byrjun - en það tekur auðvitað smá tíma til að venda stóru skipi. Flatbökur eru því kjörnar. Við gerðum auðvitað nokkrar með skinku og svo aðrar með afgangi af nautalund frá því um áramótin - en eins og tengdamóðir mín sagði oftar enn einu sinni þá er nýttni dyggð.
Alltént lét ég kjötið vera. Bróðir minn sá um að setja í deigið fyrr um daginn þar sem ég hafði verið í vinnu á gigtardeildinni og þegar heim var komið blasti við fallegt flatbökudeig!
Hér er hráefnalisti fyrir dúndur flatbökudeig.
700 g hveiti til brauðbaksturs
300 ml ylvolgt vatn
25 g þurrger
25 g sykur (má sleppa)
2 msk jómfrúarolía
2 tsk salt
Brósi jók uppskriftina um 50% og ég flatti deigið mjög þunnt þannig að úr urðu átta mjög þunnar flatbökur sem voru bakaðar á steini í ofninum.
Flatbökuveisla annan janúar! Grænmetis- og ostapizzur ráða ríkjum!
Einhver mun segja að þetta sé auðveld byrjun - en það tekur auðvitað smá tíma til að venda stóru skipi. Flatbökur eru því kjörnar. Við gerðum auðvitað nokkrar með skinku og svo aðrar með afgangi af nautalund frá því um áramótin - en eins og tengdamóðir mín sagði oftar enn einu sinni þá er nýttni dyggð.
Alltént lét ég kjötið vera. Bróðir minn sá um að setja í deigið fyrr um daginn þar sem ég hafði verið í vinnu á gigtardeildinni og þegar heim var komið blasti við fallegt flatbökudeig!
Hér er hráefnalisti fyrir dúndur flatbökudeig.
700 g hveiti til brauðbaksturs
300 ml ylvolgt vatn
25 g þurrger
25 g sykur (má sleppa)
2 msk jómfrúarolía
2 tsk salt
Ég gerði eina flatböku með marglitum þunnt skornum papríkum, jalapenó pipar, gulum baunum rjómaosti, osti og rauðum chili.
Aðra með kúrbít, papríkum, rauðlauk, rjómasosti, osti og svörtum ólívum.
Villi Bjarki var mér innan handar við flatbökugerðina eins og svo oft áður og er að ná tökum á því að fletja út deigið og dreifa sósu eftir kúnstarinnar reglum.
Þessi var svo með hvítlauksolíu, soðnum kartöflum og svartmygluosti. Hefði ég verið á Íslandi hefði ég notað ostinn Ljót sem er bragðmikill blámygluostur með kraftmikið bragð - eitthvað á pari við breska Stilton ostinn.
Alger dásemd - hún var mitt uppáhald!
Þessi var valin vinsælasta flatbakan. Með fimm ostum; venjulegum röspuðum osti, mozzarella, Boursin hvítlauksosti, þunnum sneiðum af gráðaosti og Manchego osti (sem er gerður úr kindamjólk og kemur frá Spáni). Algert sælgæti - best með smáræði af kirsuberjasultu!
Þvílíkt lostæti!
Með matnum nutum við svo þessarar búkollu, Lindemans Shiraz Cabernet sem er ástralskt rauðvín, blanda af Shiraz og Cabernet þrúgum. Þetta er ljómandi góð búkolla. Með ágætri fyllingu af ferskum berjum, smá tanníni og eftirbragði sem sómdi sér ágætlega með ostapizzunum!
Það er alltaf veisla!
Þarf deigið ekki að hefast í einhvern tíma eftir að það er hnoðað?
ReplyDelete