Í tilefni útgáfu bókarinnar minnar; Læknirinn í Eldhúsinu - Tími til að njóta er öllum boðið til útgáfuveislu sem haldin verður í Eymundsson Skólavörðustíg þann 1. nóvember milli 17-19.
Hlakka til að sjá ykkur öll!
Á baksíðu bókarinnar stendur;
Hlakka til að sjá ykkur öll!
Á baksíðu bókarinnar stendur;
Nautn og rjómi.
Kjöt og safi.
Sósur og unaður.
Krydd og kitlandi sæla.
Ostar, lundir, hvítlaukur, hunang.
Grænmeti og brakandi beikon.
Bragð og lúxus.
Smjör og súkkulaði.
Vatn í munninn, já ... eða vín.
Læknirinn eldar af slíkri ástríðu að hver einasta uppskrift felur í sér heila veislu. Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur um árabil haldið úti vinsælu matarbloggi, Læknirinn í eldhúsinu sem vakið hefur athygli fyrir spennandi uppskriftir og skemmtilegar frásagnir.
Í þessari bók sleppir hann fram af sér beislinu og eldar af þvílíkri nautn að lesendur hljóta að hrífast með.
Tími til að njóta!
No comments:
Post a Comment