Svona færslur eru dæmi um algert stefnuleysi í eldhúsinu - blandað, af vilja til að gera öllum til geðs með smá skvettu af tilraunamennsku. Ég kom heim með hugmynd um að gera fylltar kjúklingabringur sem ég hef gert nokkrum sinnum áður. Að þessu sinni var hugmyndin að skera bringuna upp þvert og fletta henni síðan út og skera svo í flipann sem lyft var upp þannig að þegar þetta er rúllað upp aftur yrði eins og rúllupylsa. Niðurstaðan var bragðgóð - en ég verð eitthvað að æfa mig meira.
Mín fyrsta hugmynd var að nota beikon, ekki svo ólíkt þessu hérna, en Snædís og börnunum fannst það ekki nógu frumlegt. Þannig að ég brá á það ráð að binda þær inn með spotta en þá fór fyllingin út um allt þannig að ég endaði á að setja síðustu bringuna í álpappír og rúlla henni síðan upp!
Merkilegt hvað niðurstaðan varð breytileg eftir því hvaða aðferð var beitt til að loka kjúklingabringunum.
Kjúklingabringur fylltar með sveppum og kúrbít með þremur aðferðum og einfaldri sýrðrjómasósu
Hráefnalisti
50 gr þurrkaðir kóngsveppir
100 gr hvítir sveppir
100 gr hvítir sveppir
1/2 rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif
50 gr smjör
Salt og pipar
3 msk rjómaostur
2 msk steinselja
300 gr beikon
2-3 hvítlauksrif
50 gr smjör
Salt og pipar
3 msk rjómaostur
2 msk steinselja
300 gr beikon
Ég notaði nokkra þurrkaða kóngsveppi með hvitum sveppum. Það þarf ekki mikið til að skerpa á bragðinu af venjulegum hvítum "flúða"sveppum. Eina sem þarf að gera er að láta þá liggja í heitu vatni í 30 mínútur. Þá þenjast þeir út!
Skar niður hálfan kúrbít, 150 gr af sveppum, hálfan meðalstóran rauðlauk og tvö til þrjú hvítlauksrif
Bræddi 50 gr af smjöri í pönnu og brúnaði sveppina í smástund áður en ég bætti restinni af grænmetinu og steikti þangað til að það varð mjúkt.
Setti síðan þrjár matskeiðar af rjómaosti og saltaði og pipraði.
Að lokum setti ég tvær matskeiðar af hakkaðri steinselju.
Ég reyndi að skera neðarlega á bringuna þannig að flipinn yrði sem þykkastur þannig að hægt væri að skera flipa úr honum líka. Að lokum flatti ég bringurnar út með kjöthamri. Eftir á að hyggja hefði ég kannski geta látið duga að fletja þær bara út þannig.
Ein til tvær teskeiðar af fyllingu sett á hverja bringu.
Einnig var lokað með beikoni.
Þremur bringum var rúllað upp og lokað með bandspotta.
Að lokum prófaði ég að vefja eina bringuna upp í álpappír og útbúa svona karmellu. Þetta var svo allt bakað í ofni í 30 mínútur við 180 gráður.
Beikonrúllan heppnaðist afar vel. Var lungamjúk allaleið í gegn.
Sú sem var bara reyrð - var mjúk en aðeins þurr í jaðarinn.
Kannski setti ég of mikið í álrúlluna - en kjúklingabringan var lungamjúk!
Með matnum drukkum við smá lögg af þessu ítalska víni sem ég var að smakka í fyrsta sinn. Þetta er búkolla sem ég fékk þegar rakst á þegar ég var seinast í Köben. Ég keypti hana fyrst bara út af útlitinu. En það kom síðan skemmtilega á óvart að innihaldið var líka bragðgott. Þetta vín er fallegt í glasi - dumbrautt. Dáldið kryddað með góðu berjabragði - smá tannín!
Við vorum með einfalt salat, spergilkál með matnum og mjög svo einfalda sósu með matnum. Sósan var gerð úr tveimur matskeiðum af rjómaosti, tveimur af sýrðum rjóma, einni teskeið af dijonsinnepi sem var hituð upp að suðu. Svo var vökvanum af kjúklingafatinu síað í sósuna og hrært vel saman. Sósan var heldur þunn en engu að síður ljúffeng!
Tími til að njóta!
Ps.
Ég vil síðan nota tækifærið og bjóða öllum í útgáfupartíið fyrir bókina mína - Læknirinn í Eldhúsinu - Tími til að njóta - sem verður haldið í Eymundsson á Skólavörðustógnum þann 1. nóvember kl 17.00.
No comments:
Post a Comment