Ég hef aldrei sjálfur prófað að baka eftir þessa uppskrift og það er ósennilegt að af því verði nokkurn tíma, alltént á meðan dóttir mín býr ennþá í foreldrahúsum. Hún er það viljug til bakstursins.
Gómsæt gulrótarkaka Valdísar dóttur minnar
Hráefnalisti
2 dl hveiti
2 dl sykur
1-2 tsk kanill
1 tsk vanillusykur
1 tsk natron
1 tsk lyftiduft
3 dl gulrætur
1 dl matarolía
2 egg
200 gr hreinn rjómaostur
2 dl flórsykur
1 matskeið smjör
1 tsk vanillusykur
2 dl sykur
1-2 tsk kanill
1 tsk vanillusykur
1 tsk natron
1 tsk lyftiduft
3 dl gulrætur
1 dl matarolía
2 egg
200 gr hreinn rjómaostur
2 dl flórsykur
1 matskeið smjör
1 tsk vanillusykur
Auðvitað verður að fylgja mynd af bakaranum! Valdísi Eik! Jæja en þá að bakstrinum;
Fyrst er auðvitað að gera botninn í kökuna.
Þurrefnunum er fyrst blandað saman; 2 dl hveiti, 2 dl sykur, 1-2 tsk kanill, 1 tsk vanillusykur, 1 tsk natron og ein teskeið lyftiduft.
Svo er að rífa niður 3 dl af gulrótum, sem maður blandar svo saman við þurrefnin ásamt 1 dl af matarolíu og 2 eggjum.
Það er gaman að sjá hversu mikið af gulrótum fara í þessa köku og þannig fá mann til að halda að hún sem raunverulega holl!
Deigið er síðan sett í smurt eldfast mót og sett í 180 gráðu heitan forhituðam ofn og bakað í 40-50 mínútur.
Kakan er síðan tekin út og leyft að kólna um stund áður en kremið er smurt á.
Kremið er gert á þann hátt að Valdís blandar saman 200 gr af hreinum rjómaosti saman við 2 dl af flórsykri, 1 matskeið af smjöri og 1 tsk af vanillusykri. Hrært saman og smurt á kökuna.
Kakan er svo skreytt með tálgaðri gulrót.
Bon appetit!
No comments:
Post a Comment