Það er langt síðan að ég gerði gnocchi síðast. Og það var meira að segja svo að ég bloggaði um það þegar ég gerði það seinast. Það var haustið 2007 og þá gerði ég gnocchi á sama hátt og nú nema hvað þá gerði ég afar einfalda og ljúffenga tómatsósu. Í þetta sinnið hafði ég gert heimagert pestó sem ég notaði á lambalæri og setti á bloggið mitt ekki fyrir svo löngu, sjá hér. Þar sem ég geri eiginlega alltaf of mikið var dálítill afgangur af pestóinu. Einhverjum dögum síðar átti ég síðan afgang af kartöflum og þá var ekki eftir neinu að bíða.
Þessum rétti kynntumst við fyrst þegar við vorum á ferðalagi um Piemonte hérað í norðanverðri Ítalíu fyrir 12 árum síðan. Þar er gnocchi algengur matur. Það var alger tilviljun að ég pantaði mér þennan rétt - ég hélt að ég hefði pantað pastað sem heitir sama nafni en fékk í stað þess skál með litlum kúlum hjúpuðum sósu. Gnocchi er öðruvísi undir tönn en pasta, mjúkt og deigkennt og að mér finnst -afar ljúffengt.
Það að gera hveitibollur - dumplings - er auðvitað engin nýjung og hefur verið gert flestum löndum síðastliðinn tvö þúsund ár. Kartöflupasta er hinsvegar nýrra á nálinni og var fyrst gert á sextándu öld þegar Spánverjar höfðu komið með kartöflur til ræktunar frá ferðum sínum til Suður Ameríku. Þá varð til þetta pasta - Gnocchi di Patate.
Gnocchi di patate með heimagerðu pestói
Hráefnalisti
1 kg kartöflur
2 egg
1 msk jómfrúarolía
Salt og pipar
2 msk parmesan ostur
150 gr hveiti
Pestó
3 basillíkuplöntur
Handfylli ristaðar furuhnetur
70-100 gr grana padano ostur
Salt og pipar
2-3 msk jómfrúarolía
Í þetta skipti gerði ég hefðbundið kartöflupasta en það má gera eins og þessi uppskrift kveður á um með kartöflum og hveiti en það er vel hægt að blanda við pastadeigið, ricottaosti, sætum kartöflum, spínati, kryddjurtum eða það sem manni dettur í hug. Það er líka gaman að því að Valdís, dóttir mín, átti ekki í miklum vandræðum með að taka þátt gnocchigerðinni.
Hráefnalisti
1 kg kartöflur
2 egg
1 msk jómfrúarolía
Salt og pipar
2 msk parmesan ostur
150 gr hveiti
Pestó
3 basillíkuplöntur
Handfylli ristaðar furuhnetur
70-100 gr grana padano ostur
Salt og pipar
2-3 msk jómfrúarolía
Í þetta skipti gerði ég hefðbundið kartöflupasta en það má gera eins og þessi uppskrift kveður á um með kartöflum og hveiti en það er vel hægt að blanda við pastadeigið, ricottaosti, sætum kartöflum, spínati, kryddjurtum eða það sem manni dettur í hug. Það er líka gaman að því að Valdís, dóttir mín, átti ekki í miklum vandræðum með að taka þátt gnocchigerðinni.
Eitt kíló af mjölmiklum kartöflum er soðið eins og vant er í söltuðu vatni. Þegar kartöflurnar eru soðnar er vatninu hellt frá og kartöflurnar flysjaðar og stappaðar. Við kartöflurnar er bætt 2 eggjum, 1 msk af jómfrúarolíu, smá Maldon salti og nýmöluðum pipar, 2 msk af nýrifnum parmesan osti og síðan 150 gr af hveiti (stundum þarf að bæta við meira hveiti til að deigið verði þétt). Hráefnunum er svo blandað vel saman og hnoðað í fremur þykkt deig. Smá bútar er klipnir af deiginu og hver bútur rúllaður út í langa pulsu, skorinn niður í munnbitastóra bita og rúllað varlega með gafli.
Kartöflupastað er soðið í miklu söltuðu vatni, pastað sekkur til botns og þegar það er tilbúið flýtur það upp á yfirborðið. Þá er það veitt upp úr (helst með götóttri skeið - þannig að vatnið lekið af.
Pestógerð er leikur einn. Það má nánast nota hvaða grænu lauf sem er og eiginlega hvaða hnetur sem er. Ég hef gert pestó úr basilíku, steinselju, klettasalati, kóríander, líka úr blöndu af hinu og þessu - m.a. notað smá rósmarín og timían - allt verður þetta þrusugott. Að nota ristaðar furuhnetur er líka klassíker, en það má líka sleppa því að rista þær eða nota aðrar tegundir af hnetum t.d. valhnetur eða pekanhnetur. Í þetta sinn gerði ég hefðbundið pestó; notaði lauf af þremur basillíkuplöntum, handfylli af ristuðum furuhnetum, 70-100 gr af rifnum grana padano osti, salt og pipar og svo auðvitað jómfrúarolíu þangað til að maður er komið með þá þykkt sem maður vill.
Með matnum vorum við bara með hvítvínstár úr búkollu. Við drukkum Drostdy-Hof Chardonnay Voigner úr búkollu. Ég kaupi nokkuð oft vín frá þessum framleiðanda. Þetta eru alltaf ansi góð kaup - gott verð. Þetta er vín frá Suður Afríku. Þetta er ljómandi gott vín á búkollu - mildur gulur litur, ávaxtaríkt og fremur þurrt. Ísskalt og frískandi.Bárum einnig heitan brauðhleif fram með matnum. Bara svona hleif sem maður kaupir hálfbakaðan, penslar með smá vatni og bakar þar til gullinbrúnt. Einfalt.
Bon appetit
Bon appetit
No comments:
Post a Comment