Ég sit á nokkrum færslum. Það má eiginlega segja að ég sé nokkrum máltíðum eftir áætlun. En núna verður tekið til hendinni, brett upp ermar og allt það. Núna þegar ég er nýkominn heim að utan þá er maður fullur af innblæstri. Ég prófaði ýmsa veitingastaði í San Francisco; steikhús, fusion asískt, indverskt, franskt og einnig sjávarréttarstaði. Besti maturinn sem ég fékk var í hádeginu á föstudaginn þegar ég fékk mér Mahi mahi eldaða á cajunvísu með þistilhjörturavioli. Hljómar furðulega en þegar ég sat á verönd með útsýni yfir Monteray flóa, kristaltært hafið, selir flatmagandi á næsta skeri í glampandi sólskini með Bargetto hvítvín í hönd var vart annað hægt en að verða glaður. Skál!
Eins og ég nefndi þá er ég nokkrum færslum á eftir. Þetta er máltíð sem ég gerði fyrir nokkrum vikum síðan og hef dregið lappirnar með að birta. Þannig var mál með vexti að ég datt óvart inn á opnunarhátíð Linda verslananna þegar ég var að koma úr heimsókn frá tengdamóður minni. Ætli þetta hafi ekki verið fyrir rúmum þremur vikum. Ég legg ekki í vana minn að taka þátt í svona hópsamkomum fyrirtækja en þetta var í leiðinni og blöðrurnar sjarmeruðu börnin. Og svo tilboðin mig.
Þar sá ég á tilboði þessa nautalund - og ég gat hreinlega ekki staðist það að kaupa þetta og elda. Það er nánast óþarfi að vera með uppskrift af svona máltíð. Það sem skiptir máli með nautakjöt er bara að leyfa því að njóta sín. Þessi matur var að sjálfsögðu grillaður...eins og tíðkast á fallegum íslenskum sumarkvöldum.
Þar sá ég á tilboði þessa nautalund - og ég gat hreinlega ekki staðist það að kaupa þetta og elda. Það er nánast óþarfi að vera með uppskrift af svona máltíð. Það sem skiptir máli með nautakjöt er bara að leyfa því að njóta sín. Þessi matur var að sjálfsögðu grillaður...eins og tíðkast á fallegum íslenskum sumarkvöldum.
Þó verður að segja að kvöldið í kvöld varð heitara en oft áður. Grillið mitt - Charbroil Big Easy - gaf upp öndina. Ég hef áður nefnt í færslu hvurslags drasl þetta var hvað endingu snerti en núna má segja að fyrr má rota en dauðrota. Í kvöld varð grillið alelda. Þrátt fyrir að skrúfað hafi verið fyrir gasið og þá skíðlogaði í grillinu og hitinn á svölunum varð sem aldrei fyrr. Það endaði með því - þó eftir að ég bjargaði matnum af grillinu (í þetta sinn ljúffeng bleikja) - að ég varð að beita slökkvitæki á grillið. Kannski var þetta mér að kenna - ég hefði kannski átt að þrífa það oftar. En loginn var bjartur.
Stórgóð grilluð nautalund með kúrbítssneiðum, paprikum, sætum kartöflum og grænbaunpuré
Nautalundin var eins einföld í matseld og hugsast gat. Lögð á bretti, pensluð með góðri jómfrúarolíu, söltuð og pipruð. Grilluð þannig að stærsti endinn var rare, svo medium rare og svo well done - þannig fá allir eitthvað fyrir sinn smekk. Sumir segja þó að það sér einingis hægt að elda steik á þrennan hátt - rare, medium rare and ruined. Ég held að það sé eitthvað til í þessu.
Meðlætið var líka einfalt, kúrbítur skorin í langar grannar sneiðar, sætar kartöflur sömuleiðis í þunnum sneiðum, og rauðar paprikur í strimlum. Grænmetið var penslað varlega með hvítlauksolíu, saltað og piprað og svo grillað þar til tilbúið.
Grænbaunapuré-ið hef ég verið með áður á síðunni. Í þessari uppskrift er ekki notað ora grænar baunir í dós þó að þær séu nú ágætar til síns brúks. Ég kaupi frosnar sweet peas í poka. Nóg af vatni er hitað að suðu, saltað og baunirnar soðnar í nokkrar mínútur - ef búið er að þíða þær ca 4 mín en aðeins lengur ef þær koma beint úr pokanum. Því næst er vatninu hellt frá og baunirnar maukaðar töfrasprota. Því næst er steinselju, eða kóríander - bara vel af einhverjum ferskum kryddjurtum sett ofan í, handfylli af steinselju, og basil. Næst er sett smá smjörklípa (10-20 gr), smá rjómaost (1 msk) og svo er þetta allt maukað saman. Saltað og piprað að smekk.
Með matnum drukkum við Masi Brolo di Campofiorin. Þetta er bragðmikið ítalskt rauðvín. Eftir því sem ég hef lesið á netinu þá er það unnið á ákveðin hátt - tvígerjað - "Ripasso" svo geymt í tunnu í 36 mánuði og svo á flösku í 6 mánuði. Þetta var berjaríkt vín sem ilmaði af miklum ávexti, með tanníní í eftirbragði. Þetta rauðvín fær almennt prýðis góða dóma, Wine Spectator gefur 2004 árgangnum 88 púnta sem er fremur hátt.
Grænbaunapuré-ið hef ég verið með áður á síðunni. Í þessari uppskrift er ekki notað ora grænar baunir í dós þó að þær séu nú ágætar til síns brúks. Ég kaupi frosnar sweet peas í poka. Nóg af vatni er hitað að suðu, saltað og baunirnar soðnar í nokkrar mínútur - ef búið er að þíða þær ca 4 mín en aðeins lengur ef þær koma beint úr pokanum. Því næst er vatninu hellt frá og baunirnar maukaðar töfrasprota. Því næst er steinselju, eða kóríander - bara vel af einhverjum ferskum kryddjurtum sett ofan í, handfylli af steinselju, og basil. Næst er sett smá smjörklípa (10-20 gr), smá rjómaost (1 msk) og svo er þetta allt maukað saman. Saltað og piprað að smekk.
Með matnum drukkum við Masi Brolo di Campofiorin. Þetta er bragðmikið ítalskt rauðvín. Eftir því sem ég hef lesið á netinu þá er það unnið á ákveðin hátt - tvígerjað - "Ripasso" svo geymt í tunnu í 36 mánuði og svo á flösku í 6 mánuði. Þetta var berjaríkt vín sem ilmaði af miklum ávexti, með tanníní í eftirbragði. Þetta rauðvín fær almennt prýðis góða dóma, Wine Spectator gefur 2004 árgangnum 88 púnta sem er fremur hátt.
No comments:
Post a Comment