Eins og fram kom í síðustu færslu þá vorum við í brúðkaupi á laugardaginn hjá Dögg og Grími og ég bauðst til að sjá um eftirréttinn. Brúðhjónin voru sammála um að ekkert annað kæmi til greina en pavlova. Þetta er alveg ekta sumareftirréttur, virkar léttur og frískandi, og allir þessir ávextir varpa fram tálmynd hollustu.
Ég hef venjulega stuðst við uppskrift Nigellu Lawson úr bókinni - How to eat, the pleasures and principles of goog food. Ég hef þó breytt uppskriftinni lítillega - hvað snertir marensbotninn. Mér fannst hann þurfa að vera aðeins sætari og hafa meiri vanillukeim. Þetta á bara við um basic hvítan botn - svo er hægt að breyta útaf - setja kókos útí, súkkulaði - you name it.
Pavlova - eftirréttur guðanna - fyrir 130 manns
5 eggjahvítur er þeyttar með smávegis salti þar til hvít froða fer að myndast á yfirborðinu. Þá er 290 gr af sykri bætt útí, þriðjung til fjórðung í senn þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífar. Það þýðir að þegar skálinni er snúið á hlið eiga eggjahvíturnar ekkert að hreyfast. Svo er tveimur tsk af kartöflumjöli bætt saman við, 1 tsk af hvítvínsediki og nokkrum vanilludropum og hrært varlega saman við.
Marensinn er svo lagður á plötu og mikilvægt er að jaðarinn sé jafnþykkur og miðjan. Ofn er hitaður í 200 gráður og þegar marensinn er settur í ofninn er hitinn lækkaður í 150 gráður og bakað í fimm korter. Látið kólna alveg. Vel er hægt að gera botninn daginn áður - muna bara að geyma hann á myrkvuðum köldum stað.
300-500 ml af rjóma er þeyttur og dreift yfir botninn í þykku lagi og svo er berjum dreift yfir, í þetta sinn; niðurskornum jarðaberjum, bláberjum, hindberjum, brómberjum og svo ástaraldin (það var sérstaklega fyrir brúðhjónin - móðir brúðgumans er farin að leggja hart að framleiðslu barnabarna - þannig að þetta var smá innlegg í þau mál).
Þetta er svo endurtekið tíu sinnum. Ég fékk aðstöðu í eldhúsi veitingastaðarins Geysis og Bjarki kokkur taldi að kökurnar myndu duga fyrir amk 200 manns. Hvað um það - þær voru borðaðar upp til agna.
5 eggjahvítur er þeyttar með smávegis salti þar til hvít froða fer að myndast á yfirborðinu. Þá er 290 gr af sykri bætt útí, þriðjung til fjórðung í senn þar til eggjahvíturnar eru orðnar stífar. Það þýðir að þegar skálinni er snúið á hlið eiga eggjahvíturnar ekkert að hreyfast. Svo er tveimur tsk af kartöflumjöli bætt saman við, 1 tsk af hvítvínsediki og nokkrum vanilludropum og hrært varlega saman við.
Marensinn er svo lagður á plötu og mikilvægt er að jaðarinn sé jafnþykkur og miðjan. Ofn er hitaður í 200 gráður og þegar marensinn er settur í ofninn er hitinn lækkaður í 150 gráður og bakað í fimm korter. Látið kólna alveg. Vel er hægt að gera botninn daginn áður - muna bara að geyma hann á myrkvuðum köldum stað.
300-500 ml af rjóma er þeyttur og dreift yfir botninn í þykku lagi og svo er berjum dreift yfir, í þetta sinn; niðurskornum jarðaberjum, bláberjum, hindberjum, brómberjum og svo ástaraldin (það var sérstaklega fyrir brúðhjónin - móðir brúðgumans er farin að leggja hart að framleiðslu barnabarna - þannig að þetta var smá innlegg í þau mál).
Þetta er svo endurtekið tíu sinnum. Ég fékk aðstöðu í eldhúsi veitingastaðarins Geysis og Bjarki kokkur taldi að kökurnar myndu duga fyrir amk 200 manns. Hvað um það - þær voru borðaðar upp til agna.
Er mikill munur á Pavlova og bara marens tertu, eða ef maður notaði bara einn botn af "venjulegum" marens og setti rjóma ofaná eins og á þessar tertur?
ReplyDeleteSæl Guðrún
ReplyDeleteNei í raun og veru er ekki mikill munur á pavlovu og marens nema hvað eftir því sem mér skilst rétt má pavlovan gjarnan verða mjúk í miðjunni - fremur tyggjókennd ef þú skilur mig rétt og fyrir mína parta ekkert verra ef þungi rjómans kremur hana lítillega.
Annars held ég að pavlova sé einn bestu eftirréttum sem mannskepnan hefur gert - einfaldleikinn, ferskleikinn - og líka það hvernig maður fær á tilfinninguna að þetta sé hollur réttur - lygilegt!
með bestu kveðjum, Ragnar