Torta mexicana
400 gr af nautahakki er steikt á pönnu og þegar það er steikt er smá season all, oregano, chilli duft, papriku duft, salt og pipar og 100 ml af vatni bætt saman við. Eins mætti nota svona tilbúnar kryddblöndur - þær eru oft ágætar. Blandað saman og vatnið soðið niður.
1 dós af hökkuðum tómötum með grænmeti (til frá Hunts), smávegis spicy salsa sósa og smávegis tómatsósa er blandað á pönnu og hitað upp. Smakkað til. Bragðbætt eftir smekk.
Grænmeti er skorið niður, auðvitað má nota hvaða grænmeti sem er - þetta var sem ég átti til; 1 portobello sveppur, 1/2 avacado, 1 rauðlaukur, smávegis iceberg salat, 1 tómatur, 1/3 kúrbítur, 1/2 lítil dós gulur maís, 1/2 rauð paprika, nokkrar grænar ólífur.
Tortillu kökum er raðað á bökunarpappír og svo er tertan útbúinn, á hverja hæð fer smá sósa, svo kjöt og grænmeti til skiptis. Kökur lagðar á milli hæða - þrjú til fjögur lög. Á efstu hæðina fer svo aftur sósan og litríkt grænmeti og svo niðurrifinn ostur. Þetta er svo sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað í 15 mín eða þar til osturinn er bráðinn og girnilegur. Skreytt með ferskum kóríander.
Bon appetit!
No comments:
Post a Comment