Eiginkona mín tók að sér eldamennskuna í kvöld - ég og pabbi sáum um frágang. Mun aldrei sjá eftir því að hafa samið um að sjá um eldamennskuna - ekkert eins leiðinlegt og frágangur. Ég hef nefnt það nokkrum sinnum á netinu að Snædís konan mín er ekki mjög framtakssöm í eldhúsinu - en það sem hún eldar gerir hún vel - og gúllas er einn af þeim réttum sem hún gerir vel - það verður ekki frá henni tekið.
Mamma og pabbi komu í mat og ég sá ekki betur en að þau voru afar ánægð með afraksturinn.
500 gr af nautagúllasi, 4 niðursneiddar gulrætur, 1 smátt saxaður rauðlaukur, 250 gr sveppum skornir í fernt steikt á pönnu í ólívuolíu. Á þetta er hellt 1 líter af vatni, 1 lárviðarlaufi og látið malla í 30 mínútur. Svo er 1/2 litla dós af tómatpure, 1 glas af rauðvíní, 5 kartöflur skornar í bita, nautakraftur miðað við vatnmagn (eða bara setja meira kjöt). Kryddað með salti, pipar, hvítlaukssalti, soya sósu. Í lokin var sett hálfur bolli af matreiðslurjóma og látið sjóða áfram í svona 15 mínútur.
2 bollar af Basmati hrísgrjónum eða öðrum hrísgrjónum er soðið skv leiðbeiningum í söltuðu vatni og borið fram með gúllasinu.
Salatið var útbúið á flötum disk. 50 gr af klettasalalti var lagt á disk og svo var raðað einum niðurskornum mozzarellaosti ofan á. Einn lítill rauðlaukur var niðursneiddur og dreifður yfir sem og hálfri papriku sem var skorinn í fremur litla bita. Einn tómatur var skorinn í sneiðar og raðaður á salatið. Í lokinn var ferskri steinselju dreift yfir. Smá slettu af jómfrúarolíu var skvett yfir og svo saltað og piprað.
Þetta var svo borið fram með smá brauðhleif og rauðvíni - Museum Crianza 2001 - spánskt - milt og hæfði matnum vel.
No comments:
Post a Comment