Eftir að ég las fyrir pabba hvað ég var að blogga um niðurlög nattemads í sumarbústaðnum - snéri hann hann aftir í eldhúsið og snaraði fram ansi vígalegum næturverði til að gleðja allt heimilisfólkið.
Hann skar niður svartan danskan kastalaost sem hann svo baðaði í hrærðu eggi og brauðraspi og svo steikti á pönnu uppúr heitri olíu. Jafnframt steikti hann sveitabrauð í olíunni.
Þetta var borið fram með heimagerði krækiberjasultu - heimtur frá síðasta hausti - þar söfnuðu foreldrar mínir nokkrum krækiberjum og bjuggu til afbragðssultutoyj. Þessi sulta er afar einföld; 1 kíló af krækiberjum var sett í pott og soðin í nokkrar mínútur. Þar næst eru þau síuð þannig að vökvinn skilst frá og hratið verður eftir í sigtinu. Vökvinn er settur aftur í pottinn ásamt sama magni af sykri (g=ml) og soðið upp með sultuhleypi (skv. leiðbeiningum). 1 msk af acasíusírópi sett saman við. Sett í dauðhreinsaðar krukkur - faðir minn setur alltaf örlítið af víni ofan á sultuna - sherrý eða koníak eftir því hvernig stemmingu hann er í - í þetta sinn smávegis Calvados (sem er eplakoníak).
Sérlega gott.
No comments:
Post a Comment