Hugmyndin að þessari heimasíðu er fengin úr bók Nigel Slater - the kitchen daires - bók sem ég eignaðist í fyrra og hefur reynst mér afar vel. Nigel skrifar frábærar bækur (ég held að ég eigi þær allar) og það sést langar leiðir að hann er nautnaseggur fram í fingur góma - hann er svona karlkyns Nigella Lawson. Ég hef einnig séð nokkra sjónvarpsþætti - sem eru líka góðir. Uppskriftirnar hans eru einfaldar og gott hráefni látið bera uppi réttinn. Ástæðan fyrir því að ég er að babla um þetta núna er sú að maturinn sem ég gerði í kvöld var svo slappur/einfaldur að ég verð að láta eina uppskriftum sem er innblásinn af honum fylgja með til að réttlæta færsluna. Ekki það að maturinn hafi verið bragðvondur - því fer fjarri - hann var bara svo einfaldur að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift, svona eins og að gefa uppskriftina af brauðsneið með osti.
Fékk mér kjúklingatortillu með tómötum, gúrku og blönduðu salati. Kjúklingabringa steikt (án olíu - engin olía til hér - bara lýsi), smávegis niðursoðnir tómastar, smávegis tilbúinn salsasósa hellt yfir og kjúklingur fékk aðeins að sjóða í tömötunum. Raðað á heita tortillu með smá vegis ferskri steinselju, osti og sýrðum rjóma. Alveg ágætt. En varla hægt að kalla þetta uppskrift.
Sumarpastaréttur Nigel Slater - við verðum að gera eitthvað til að stytta veturinn.
Þá er best að réttlæta þessa færslu. Sá réttur er einnig einfaldur - en bragðið af honum alveg frábært. Þennan rétt hentar samt best að elda að sumri til þegar tómatauppskeran stendur sem hæst. En núna er vetur - og það verður líka að borða að vetri til. Það er í raun hægt að svindla; kaupa kirsuberjatómata og nokkra plómutómata nokkrum dögum áður en á að elda þá og láta þá standa útí á borði - þannig verða þeir aðeins sætari - og það skiptir máli.
Tveir kassar (250 gramma) af kirsuberjatómötum og kannski nokkrum plómutómötum er raðað í eldfast mót. 4 msk jómfrúarolíu er hellt yfir og 6 smátt söxuðum hvítlauksrifjum dreift yfir. Saltað með Maldon salti og nýmöluðum svörtum pipar. Ofn er hitaður í hámark og kveikt á grillinu. Eldfastamótið sett ca 15 cm frá og eru tómatarnir grillaðir í nokkrar mínútur þar til þeir taka lit. Sumir verða gullbrúnir, sumir örllítið dekkri. Eldfastamótið er tekið út og tómatarnir stappaðir með gaffli - misvel. 30 rifin basilikulauf er blandað saman við og 4 msk af rjóma sömuleiðis. Saltað og piprað eftir smekk.
Gott pasta er soðið í miklu söltuðu vatni skv leiðbeiningu. Þegar pastað . Borið fram með góðu brauði - helst heimagerðu foccacia, með ólívum, góðu salati. Mikilvægt er að hafa nóg af parmesan osti - og ekki sakar að fá sér gott rauðvín með þessu.
No comments:
Post a Comment