Sunnudagsmorgunverður hefur frá því að ég var lítill verið nánast heilagt móment.
Pabbi minn er mikil brönsmaður og hefur í gegnum árin eldað marga frábæra morgunverði - allt frá brauði ríka mannsins í flóknar eggjakökur eldaðar á pönnu en kláraðar á grilli - eiginlega alltaf alveg frábært hjá gamla.
Ég hef haldið þessu áfram í mínum búskap og geri mikið af því að gera eitthvað sniðugt á sunnudagsmorgnum. Yfirleitt er þetta einhver útgáfa af enskum morgunverð - en stundum á ég það til að gera amerískar pönnukökur eða ommilettu.
Í morgun var þetta með léttara móti - jólaátið að fara hefjast og maður er svona að reyna að stramma sig af - þó af veikum mætti - 2 brauðsneiðar ristaðar í ristabrauðsvélinni minni. Smurðar með kotasælu, saltað og piprað, og söxuðum púrrlauk og graslauk stráð yfir. Tvö egg eru steikt á pönnu - Sunny side up (eins og þeir segja í USandA) og lagt ofan á. Skorið í gegnum rauðuna og dreifa henni vel yfir.
Einfalt og gott. Gerði þetta líka fyrir konuna mína en setti gróft Dijon sinnep hjá henni. Ég held að hún hafi
bara fílað þetta.
Ekkert vín með morgunmatnum - bara vatn og kaffi. Helvítis!
No comments:
Post a Comment