Ég elska haustin. Sumir segja, vonandi í gríni, að þeir sem elska haustin ættu að leita sér einhverskonar meðferðar.
Ætli þessa færsla skýri ekki að einhverju leyti hvers vegna mér þykir svo vænt um þennan árstíma. Öll uppskeran. Sjáið alla þessa dásamlegu liti. Auðvitað er best að njóta allra þessara ávaxta sumarsins meðan það er sem ferskast - en það má líka leggja það í pækil og þannig varðveita bragð þess og áferðar yfir myrkustu mánuðina.
Ljúfir hausttónar - dásamlegt íslenskt grænmeti lagt í pækil - litadýrð í krukku
Það eru til óteljandi blöndur af vökva sem ætti að nota í pækil. 3-2-1 blandan frá Svíþjóð og svo óteljandi aðrar blöndur.
Ég útbjó þessa eftir að hafa skimað fjölda ólíkra uppskrifta.
Grænmeti af ýmsu tagi;
Smágúrkur
papríkur
gulrætur
rauðkál
hvítkál
blómkál
laukur
Pækill
1 hlutur edik
1 hlutur vatn
1/2 hlutur sykur
1/8 hlutur salt
Krydd
Sinnepsfræ
svört piparkorn
græn piparkorn
rauð piparkorn
eldpipar
lárviðarlauf
Hægt er að hafa gúrkurnar - heilar, í sneiðum eða í ílöngum fjórðungum eins og þessum.
Sama má segja um gulræturnar.
Svo er að fylla krukkurnar með grænmetinu.
Í sumar krukkurnar fóru nokkrar tegundir af grænmeti - svona tilraun til að skapa einhver mynstur.
Krukkurnar fengu að fara ferð á háum hita inn í uppþvottavélina, fengu að þorna og svo eina ferð inn í 110 gráðu heitan ofn í 10-15 mínútur. Við það ættu þær að vera sótthreinsaðar.
Svo er bara að loka krukkunum og koma þeim fyrir inn í ísskáp.
Þetta er frábært meðlæti með ýmiskonar réttum og lyftir og lífgar við nánast hvaða disk sem lagður er á borðið.
-------
Flest hráefnin í þessari færslu fást í verslunum Hagkaupa
No comments:
Post a Comment