Vinkona mín, Arnfríður Henrýsdóttir, átti stórafmæli nú í vikunni og ætlar í kvöld að halda upp á tímamótin með veislu. Mér skilst að öllu verði tjaldað til. Addý, eins og hún er ávallt kölluð, býr ásamt manninum sínum, Guðmundi, og öllum krakkaskaranum í næstu götu við okkur í Annehem í Lundi. Ég hjólaði við á leiðinni heim úr vinnunni í gærkvöldi og sá að undirbúningur var á fullu. Öll fjölskyldan hennar var mætt á svæðið til að hjálpa til með herlegheitin.
Ég tók að mér eitt smáverkefni til að létta undir; að elda nokkur kjúklingaspjót - ekkert sjálfsagðara! Ætla að gera tvennskonar spjót - þessi sem ég skelli í þessa færslun og svo tandoori spjót (sem fá að bíða betri tíma). Þessi uppskrift var í bókinni minni sem út fyrir síðustu jól, Veislunni Endalausu.
Satay-kjúklingaspjót með hnetusósu í fertugsveislunni hennar Addýjar
Þennan rétt hef ég eldað margoft en af einhverri ástæðu aldrei sett hann inn á bloggið mitt. Þegar ég var yngri og var að byrja að búa keypti ég oft tilbúnar satay-sósur og hitaði þær bara. En þegar smekkurinn þroskaðist fór ég að djassa þær aðeins upp – blanda þær með kókosmjólk og ferskum chili-pipar. Og nú á seinni árum hef ég gert þær nokkrum sinnum frá grunni. Og það er lygilega einfalt.
Sumum gæti þótt hráefnislistinn ansi langur en þetta ætti allt að vera aðgengilegt fyrir áhugasama í næstu kjörbúð.
Fyrir fjóra
Fyrir kjúklinginn
1 kg kjúklingabringur
Berið fram með basmati-hrísgrjónum og handfylli af ferskum kóríanderlaufum.
Sumum gæti þótt hráefnislistinn ansi langur en þetta ætti allt að vera aðgengilegt fyrir áhugasama í næstu kjörbúð.
Fyrir fjóra
Fyrir kjúklinginn
1 kg kjúklingabringur
1/2 dós kókosmjólk
3 msk hrein jógúrt
3 hvítlauksrif
5 cm engifer
1 msk sambal oelek (chili-mauk)
3 msk sojasósa
1 msk fiskisósa
1 tsk túrmerik
1 tsk kóríanderduft safi úr einni límónu
2 tsk dökkur muscovado-sykur
salt og pipar
handfylli kóríanderlauf til skreytingar
Fyrir hnetusósuna
1 bolli hnetusmjör
1 bolli hnetusmjör
2 msk sojasósa
1 tsk sambal oelek
1 bolli kókosmjólk
safi úr einni límónu
3 msk púðursykur
1 bolli salthnetur
1 bolli salthnetur
1 1/2 bolli vatn
salt og pipar
Hrærið kókósmjólk og jógúrt saman í skál. Maukið hvítlauk og engifer og blandið saman við jógúrtina. Bætið við sambal, sojasósu, fiskisósu, túrmeriki, kórí- anderdufti, límónusafa og sykri. Saltið og piprið. Skerið kjúklinginn í strimla og marinerið í leginum í ísskáp í þrjár til fjórar klukkustundir. Leggið grillpinna í vatn í klukkustund áður en þið þræðið kjúklinginn upp á þá.
Grillið síðan kjúklingaspjótin í gegn á blússheitu grilli í nokkrar mínútur.
Fyrir sósuna; Setjið hnetusmjör, sojasósu, sambal, kókósmjólk, vatn og safa úr einni límónu í pott og hitið yfir lágum hita í nokkrar mínútur. Saltið og piprið. Merjið salthneturnar gróft í mortéli og bætið út í sósuna. Hitið varlega upp. Sósan á að verða þykk en gætið þess að hún brenni ekki við botninn.
Jæja, best að fara að byrja að elda!
No comments:
Post a Comment