Snædís óskaði eftir því að ég eldaði súpu fyrir sig í kvöldverð - ég stakk upp á grænmetissúpu með heimagerðu brauði eins og ég hafði eldað einhvern tíma áður, sjá hérna. Og uppástunga mín var samþykkt - en tók svo miklum breytingum á ferð minni í gegnum matvörubúðina.
Það voru reiðinar býsn af fallegum eggaldinum á góðu verði í kjötbúðinni okkar. Eggaldin og tómatar passa frábærlega saman þannig að það var ákveðið að blanda því. Og svo hvítlauk! Eggaldin þarf alltaf elda til að lokka fram djúpa arómatíska bragðið í þeim. Og best er eggaldin grillað. Og þannig varð úr að ég setti bæði tómatana, hvítlaukinn og eggaldinið í ofn og grillaði áður en þeim var bætt í súpuna.
Haustleg og arómatísk súpa með grilluðu eggaldini, tómat og hvítlauk með heimagerðu grófu brauði
Hráefnalisti
Súpa:
2 eggaldin
3 heilir hvítlaukar
5-6 tómatar
salt og pipar
1-2 msk jómfrúarolía
1 l kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
200 ml rjómi
Brauð:
150 gr heilhveiti
150 gr grahamsmjöl
150 gr rúgmjöl
150 gr spelt
1/2 tsk salt
2 msk lyftiduft
15 gr þurrger
650 ml af vatni
1 msk hlynsíróp
Svona súpur eru fyrir sálina; ofnbakaður hvítlaukur, eggaldin og tómatar geta ekki annað en glatt manns heimska hjarta.

Skolið af fjórum stórum tómötunum og tveimur eggaldinum og skerið í sneiðar. Leggið í ofnskúffu og hellið smáræði af jómfrúarolíu yfir, saltið og piprið.

Hellið hálfri msk af jómfrúarolíu yfir hvern og einn af þremur hvítlaukum og setjið í álpappír.

Bakið í ofni, 200 gráðu heitum, þangað til að grænmetið fer að taka lit - samtals um 45-50 mínútur.

Allur matur fær dýpra bragð þegar han er grillaður í ofni - sykrurnar í matnum karmelliserast á fallegan hátt.

Haustleg og arómatísk súpa með grilluðu eggaldini, tómat og hvítlauk með heimagerðu grófu brauði
Hráefnalisti
Súpa:
2 eggaldin
3 heilir hvítlaukar
5-6 tómatar
salt og pipar
1-2 msk jómfrúarolía
1 l kjúklingasoð
1 dós niðursoðnir tómatar
200 ml rjómi
Brauð:
150 gr heilhveiti
150 gr grahamsmjöl
150 gr rúgmjöl
150 gr spelt
1/2 tsk salt
2 msk lyftiduft
15 gr þurrger
650 ml af vatni
1 msk hlynsíróp
Svona súpur eru fyrir sálina; ofnbakaður hvítlaukur, eggaldin og tómatar geta ekki annað en glatt manns heimska hjarta.
Skolið af fjórum stórum tómötunum og tveimur eggaldinum og skerið í sneiðar. Leggið í ofnskúffu og hellið smáræði af jómfrúarolíu yfir, saltið og piprið.
Hellið hálfri msk af jómfrúarolíu yfir hvern og einn af þremur hvítlaukum og setjið í álpappír.
Bakið í ofni, 200 gráðu heitum, þangað til að grænmetið fer að taka lit - samtals um 45-50 mínútur.
Allur matur fær dýpra bragð þegar han er grillaður í ofni - sykrurnar í matnum karmelliserast á fallegan hátt.
Hitið einn lítra af kjúklingasoði í potti ásamt einni dós af góðum niðursoðnum tómötum. Þegar grænmetið er tilbúið takið þið það úr ofninum, takið hýðið af eggaldininu frá, kreistið hvítlaukinn úr papprínum og bætið svo öllu í súpuna. Blandið með töfrasprota. Bætið að lokum 200 ml af rjóma saman við, hitið að suðu. Smakkið til og saltið og piprið meira eftir smekk.

Brauðinu var bara hent saman með því sem ég átti í skúffunni minni. Setti 150 gr af heilhveiti, 150 gr af grahamsmjöli, 150 gr af rúgmjöli, 150 gr spelti í skál ásamt einni og hálrfi tsk af salti og tveimur msk af lyftidufti. Vakti 15 gr af þurrgeri í 500 ml af vatni með einni msk af hlynsírópi. Öllu blandað saman. Bæti við 150 ml af vatni til að hafa deigið aðeins í blautari kantinum. Hnoðað í fimm mínútur og látið hefast í hálftíma.
Bakað í 200 gráðu heitum ofni í 50-60 mínútur.

Það væri vel hægt að fá sér hvítvínsglas - kannski úr Lindemans búkollunni í ísskápnum, en ég lét mér nægja ískalt mjólkurglas að þessu sinni!

Brauðinu var bara hent saman með því sem ég átti í skúffunni minni. Setti 150 gr af heilhveiti, 150 gr af grahamsmjöli, 150 gr af rúgmjöli, 150 gr spelti í skál ásamt einni og hálrfi tsk af salti og tveimur msk af lyftidufti. Vakti 15 gr af þurrgeri í 500 ml af vatni með einni msk af hlynsírópi. Öllu blandað saman. Bæti við 150 ml af vatni til að hafa deigið aðeins í blautari kantinum. Hnoðað í fimm mínútur og látið hefast í hálftíma.
Bakað í 200 gráðu heitum ofni í 50-60 mínútur.

Það væri vel hægt að fá sér hvítvínsglas - kannski úr Lindemans búkollunni í ísskápnum, en ég lét mér nægja ískalt mjólkurglas að þessu sinni!
Tími til að njóta!
Og talandi um það;
Lesendum er boðið í útgáfupartí matreiðslubókarinnar sem ég er að fara að gefa út, Læknirinn í Eldhúsinu - tími til að njóta, sem verður haldin 1. nóvember næstkomandi.
Veislan verður haldin í Eymundsson - Skólavörðustíg og byrjar kl 17.00.
Verið öll velkomin!
No comments:
Post a Comment