Sunday, 9 June 2013

Brúðkaup í Bretlandi; Dansdansdans - Heimagert steikarsalat og svo linsoðin egg með brauðköllum í ferð til Somerset í Englandi


Fyrir tveimur vikum var okkur boðið í brúðkaup til vinafólks okkar í Englandi. Það voru kollegar mínir Hannah Skene og Loiut Thakuria sem giftu sig. Þessu frábæra fólki kynntist ég þegar ég, ásamt Jónasi Geir Einarsyni, fórum á námskeið í lyflækningum - European School of Internal Medicine. Þetta var vikunámskeið í byrjun september árið 2007 (á því blómlega ári) og snemma í vikunni kynntumst við Hannah Skene frá Skotlandi, Roger Duckitt frá Englandi, Monique Valentin frá Hollandi, Esa Joutsinemi frá Finnlandi, Lenka Bosanka frá Slóvakíu og svo Harold Köndgen frá Sviss. Okkur varð mjög vel til vina og höfum síðan þá hisst að minnta kosti árlega og stundum oftar.

Brúðkaupið var haldið í Somerset í Suðvestur Englandi rétt sunnan við Bristol og var haldið á fallegu sveitasetri sem verðandi hjónin höfðu tekið á leigu - Pennard House. Þetta er glæsilegt hús - um 200 ára gamalt með fallegum vel viðhöldnum görðum í kringum húsið. Við lentum í Bristol daginn áður og áttum bókaða næturgistingu skammt frá húsinu.

P.s. Ég bið að sjálfsögðu lesendur velvirðingar á því hvað það hefur verið lítið um að vera á síðunni minni síðastliðnar þrjár vikur. Og ég lofa að það er ekki vegna leti! Ég hef verið með uppbrettar ermar við eldamennsku, ljósmyndun og setið við skriftir á bókinni minni sem á að koma út fyrir jólin.


Hópurinn - The Fabs; Monique, Esa, Roger, Hannah, Loiut, Snædís, undirritaður, Lenka og Harold.


Brúðkaupið heppnaðist stórvel! Maturinn var ljúffengur - gómsætur geitaostur í forrétt, maískjúklingur í aðalrétt og svo ávaxtacompote í eftirrétt. Og vel var veitt og fólk var glatt og það var mikið hlegið!


Hannah er eins og áður sagði af skoskum ættum og tilheyrir Skene clan of the Halyards - gömul skosk ætt. Faðir brúðarinnar, Danus George Moncrieff Skene, er höfðingi ættarinnar, clan chief, og í ræðu sinni bauð hann öllum veislugestum að verða meðlimir The Skene Clan. Og það var ekki lítið sem það gladdi mig - ég var svo snortinn að ég steig í pontu og þakkaði innilega fyrir mig.


Og svo var dansað. Skotar kunna að skemmta sér. Einvala lið skoskra tónlistarmanna stýrði fjörinu og það voru dansaðir skemmtilegir þjóðdansar. 


Og svo var dansað en meira - að þessu sinni réði poppið ríkjum!


Daginn eftir var boðið upp á hádegisverð í einum garðinum í kringum húsið og svo eftir leiki og kveðjur var ekið til Brighton þar sem við gistum hjá Roger, vini okkar, sem er bráðalæknir á nærliggjandi sjúkrahúsi.


Daginn eftir var þörf á einhverju léttara og því var útbúið ótrúlega einfalt steikarsalat með blönduðu grænmeti og aspas.

Fyrst var steikin skorin í sneiðar og marineruð í soyasósu, engifer, hvítlauk og hunangi. Steikt snögga stund á pönnu. Salatið samanstóð af blönduðum grænum laufum, smátt söxuðum vorlauk, rauðri parpríku, basil, steinselju, steiktum sykurertum og grilluðum aspas.

Borið fram með hvítvínsglasi. Delish!



Daginn eftir bakaði Roger handa okkur brauð - en hann er mikill áhugabakari og heldur utan um skemmtilegt verkefni á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar; Bake yourself to a happy hospital. Hugmyndin, sem er hans eigin, byggir á því að vikulega bakar hann köku og færir einhverri deildinni með uppskrift og hvetur svo starfsfólkið á þeirri deild að "pay it forward" og baka fyrir starfsfólks annarrar deildar og stuðla þannig að gleði á vinnustaðnum.

Brauðið var ljúffengt;

3 bollar af hveiti, 1 tsk salt, 1 msk sykur, 2 msk rúsínur, 11/2 bolli af blönduðum fræjum (flax, sólblóma, graskers ...), 25 gr þurrger, 2 bollar vatn, 1 msk olía.

Öllu blandað saman - engin þörf á því að hnoða deigið (þó að það verði ábyggilega ekki verra við það). Sett í form og látið hefast í klukkustund. Bakað í 190 gráðu heitum forhituðum ofni í þrjú korter.



Brauðið var skorið niður í lengjur - svokallaða brauðkalla svo hægt sé að dýfa þeim í linsoðin eggin! 

Borið fram með linsoðnum eggjum - stór egg soðin í ekki meira en 6 mínútur, tómötum og auðvitað smjöri. 

Tími til að njóta.

4 comments:

  1. Mikið áttu myndarlega konu Ragnar.

    ReplyDelete
  2. Sæll Ragnar, ég gerði steikarsalatið í kvöld en bætti við grilluðum haloumi osti og lemon/ginger ólífuolíu - himneskt! Gangi þér vel með bókina - hlakka til að sjá!
    kveðja
    Hrafnhildur

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Mooney
      Gleður mig að heyra að þetta smakkaðist vel - haloumi hljómar eins og frábær viðbót!
      Takk fyir kveðjurnar!
      Mbk,
      Ragnar

      Delete