Hin ágætu brúðhjón, Arnfríður Henrýsdóttir og Guðmundur Ómar, gengu í hjónaband í gær. Arnfríður, eða Addý eins og ég þekki hana er mikill kvenskörungur. Hún var með mér í bekk í læknadeild og alveg einstök manneskja. Hún náði sér sannarlega góðan mann, hann Gumma. Þetta samband hefur nú fengið ansi mikla prófkeyrslu en þau kornin hafa verið saman í að minnsta 7 ár og eiga saman tvær dætur.
Brúðkaupið var mjög skemmtilegt. Það var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum og það er sérstök stemming fólgin í því að fara út úr bænum til að fara að skemmta sér. Brúðhjónin nefndu það sérstaklega að þetta ætti ekki að vera brúðkaupsveisla - heldur brúðkaupspartí - og partý var það! Það var mikið skálað...og þar af leiðandi drukkið, svo eftir eittleytið var heljarinnar ball með eurovison ívafi. Og þá var dansað...dansað fram á rauða nótt.
Ég hafði boðið þeim hjónum að hjálpa til með brúðkaupið - nánar tiltekið eldamennskuna. Þau báðu mig að gera eftirréttinn. Mín var ánægjan. Addý virðist hafa mikla dásemd á eftirréttum og enn meiri ást hefur hún á súkkulaði og því var í lófa lagið að reyna að gera súkkulaðiköku sem ég hef gert nokkrum sinnum áður. Chocolate Nemesis. Þetta er kaka sem ég fékk fyrst á River Cafe í Englandi. Stórkostleg. Ég þurfti að helminga uppskriftina til að koma þessu í viðeigandi form og einnig til að þetta passaði vel til að bera fram í veislu á svona kökustatífi.
Stórgóð frönsk súkkulaðikaka - Chocolate Nemesis - fyrir 150 manns
Ég gerði 17 stk. Það var náttúrulega of mikið - en það góða við það er að þá er líka til afgangur daginn eftir. Ég fékk aðstöðu lánaða í stóru eldhúsi og þannig tókst mér að gera þetta á rétt undir 4 klst. Það var nú samt hamast talsvert. Fjórar hrærivélar, 8 hrærivélaskálar, 8 pottar, rúmlega 7 kíló af súkkulaði, rúmlega 3 kíló af smjöri, rúmalega 4 kíló af sykri og 70 egg. Blanda saman og baka í ofni. Ég gerði hverja einustu köku frá grunni...ég held að þannig verði þær betri heldur en að gera allt í einu stóru kari, hlutföllin varðveitast betur þegar þetta er gert í smáum skömmtum - það er allavega mín trú.
Fyrst eru 5 egg sett í skál ásamt 100 gr af sykri, þeytt saman þar til eggin rúmlega fjórvaldast í rúmmáli - þetta mun taka rúmlega tíu mínútur. Á meðan er 200 gr af sykri leyst upp í 125 ml af vatni í potti og þetta svo hitað þannig að úr verði til síróp. Þegar sykurinn er uppleystur er 225 gr af ósöltuðu smjöri bætt í pottinn og leyst upp - því næst er 350 gr af dökku súkkulaði - ég notaði 70% dökkt súkkulaði. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað er blandan orðin að hnausþykkri dökkri blöndu. Þarna er rétt að smakka - hún á að vera alveg ljúffeng - þannig að maður tímir varla að nota þetta í kökuna og verður að pína sig til að halda áfram að baka. Súkkulaðiblöndunni er svo hellt saman við eggin og þeytt saman í tæplega 30 sekúndur. Þá er blandan tilbúinn. Mikilvægt er að setja kökuna í vel smurt mót - ég var bæði með axlabönd og belti - notaði bæði smjör og bökunarpappír. Kakan er svo bökuð í heituvatnsbaði í 160 gráður í rúmar 30 mínútur. Ofnar eru afar breytilegir og því oft nauðsynlegt að lengja bökunartímann. Þetta má finna með því að snerta létt á kökunni - þegar hún er hætt að dúa mikið í miðjunni þá er hún tilbúin.
Brúðkaupið var mjög skemmtilegt. Það var haldið í Skíðaskálanum í Hveradölum og það er sérstök stemming fólgin í því að fara út úr bænum til að fara að skemmta sér. Brúðhjónin nefndu það sérstaklega að þetta ætti ekki að vera brúðkaupsveisla - heldur brúðkaupspartí - og partý var það! Það var mikið skálað...og þar af leiðandi drukkið, svo eftir eittleytið var heljarinnar ball með eurovison ívafi. Og þá var dansað...dansað fram á rauða nótt.
Ég hafði boðið þeim hjónum að hjálpa til með brúðkaupið - nánar tiltekið eldamennskuna. Þau báðu mig að gera eftirréttinn. Mín var ánægjan. Addý virðist hafa mikla dásemd á eftirréttum og enn meiri ást hefur hún á súkkulaði og því var í lófa lagið að reyna að gera súkkulaðiköku sem ég hef gert nokkrum sinnum áður. Chocolate Nemesis. Þetta er kaka sem ég fékk fyrst á River Cafe í Englandi. Stórkostleg. Ég þurfti að helminga uppskriftina til að koma þessu í viðeigandi form og einnig til að þetta passaði vel til að bera fram í veislu á svona kökustatífi.
Stórgóð frönsk súkkulaðikaka - Chocolate Nemesis - fyrir 150 manns
Ég gerði 17 stk. Það var náttúrulega of mikið - en það góða við það er að þá er líka til afgangur daginn eftir. Ég fékk aðstöðu lánaða í stóru eldhúsi og þannig tókst mér að gera þetta á rétt undir 4 klst. Það var nú samt hamast talsvert. Fjórar hrærivélar, 8 hrærivélaskálar, 8 pottar, rúmlega 7 kíló af súkkulaði, rúmlega 3 kíló af smjöri, rúmalega 4 kíló af sykri og 70 egg. Blanda saman og baka í ofni. Ég gerði hverja einustu köku frá grunni...ég held að þannig verði þær betri heldur en að gera allt í einu stóru kari, hlutföllin varðveitast betur þegar þetta er gert í smáum skömmtum - það er allavega mín trú.
Fyrst eru 5 egg sett í skál ásamt 100 gr af sykri, þeytt saman þar til eggin rúmlega fjórvaldast í rúmmáli - þetta mun taka rúmlega tíu mínútur. Á meðan er 200 gr af sykri leyst upp í 125 ml af vatni í potti og þetta svo hitað þannig að úr verði til síróp. Þegar sykurinn er uppleystur er 225 gr af ósöltuðu smjöri bætt í pottinn og leyst upp - því næst er 350 gr af dökku súkkulaði - ég notaði 70% dökkt súkkulaði. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað er blandan orðin að hnausþykkri dökkri blöndu. Þarna er rétt að smakka - hún á að vera alveg ljúffeng - þannig að maður tímir varla að nota þetta í kökuna og verður að pína sig til að halda áfram að baka. Súkkulaðiblöndunni er svo hellt saman við eggin og þeytt saman í tæplega 30 sekúndur. Þá er blandan tilbúinn. Mikilvægt er að setja kökuna í vel smurt mót - ég var bæði með axlabönd og belti - notaði bæði smjör og bökunarpappír. Kakan er svo bökuð í heituvatnsbaði í 160 gráður í rúmar 30 mínútur. Ofnar eru afar breytilegir og því oft nauðsynlegt að lengja bökunartímann. Þetta má finna með því að snerta létt á kökunni - þegar hún er hætt að dúa mikið í miðjunni þá er hún tilbúin.
Súkkulaðikremið var einfalt. Gert yfir vatnsbaði - 100 gr af súkkulaði á móti 80 ml af rjóma (ég gerði 1500 gr af súkkulaði - blöndu af 56% og 70% súkkulaði og 1200 ml af rjóma). Kreminu var svo hellt yfir kökuna og leyft að storkna.
Einnig var ég með hindberjasósu með kökunni - keypti frosin hindber. Fyrir hvert kíló af hindberjum, var 100 ml af vatni og svo 1/4-1/3 bolli sykur. Soðið upp og leyft að krauma í nokkrar mínútur. Smakkað til. Sykrað meira eftir smekk. Mín sósa var aðeins í súrari kantinum til að vega á móti kökunni og kreminu - sem var eins og gefur skilja vel sæt. Að sjálfsögðu var þeyttur rjómi með til þess að setja punktinn yfir i-ið.
Einnig var ég með hindberjasósu með kökunni - keypti frosin hindber. Fyrir hvert kíló af hindberjum, var 100 ml af vatni og svo 1/4-1/3 bolli sykur. Soðið upp og leyft að krauma í nokkrar mínútur. Smakkað til. Sykrað meira eftir smekk. Mín sósa var aðeins í súrari kantinum til að vega á móti kökunni og kreminu - sem var eins og gefur skilja vel sæt. Að sjálfsögðu var þeyttur rjómi með til þess að setja punktinn yfir i-ið.
Bon appetit!
No comments:
Post a Comment